Stafsmenn sveitarfélaga- Félagsmannasjóður

Allir félagsmenn Framsýnar sem störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2021 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk. Sjóðurinn er vistaður hjá Starfsgreinasambandi Íslands og er 1,5% af heildarlaunum viðkomandi starfsmanna.

Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að skrá reikningsupplýsingar á eftirfarandi slóð og senda Starfsgreinasambandi Íslands. Félagsmannasjóður – Starfsgreinasamband Íslands (sgs.is)

Starfsmannafélag Húsavíkur
Aðildarfélög inna BSRB sem semja fyrir starfsmenn sveitarfélaga, sömdu um Kötlu félagsmannasjóð í kjarasamningum aðildarfélaganna og Sambands Íslenskra sveitarfélaga  í mars 2020, með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Aðild að sjóðnum eiga einnig eftir atvikum félagsmenn sem starfa hjá tengdum aðilum s.s. Hjallastefnu, á hjúkrunarheimilum og þeim sem eru með sama ákvæði í kjarasamningi Sambandsins og aðildarfélaganna

Tekjur sjóðsins árið 2021 voru 1,24% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum

Aðildarfélög að Kötlu félagsmannasjóði eru öll bæjarstarfsmannafélög BSRB, þar á meðal Starfsmannafélag Húsavíkur sjá nánar

Hlutverk sjóðsins er m.a. að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni. Rétt er að taka fram að félagsmenn Starfsmannafélagsins sem ráðnir eru inn á forsendum háskólamenntunar geta hugsanlega ekki átt rétt á greiðslum úr Kötlu þar sem greitt er af þeim í annan sjóð, Vísindasjóð.

Skorað er á félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur að sækja um sinn rétt hjá sjóðnum sem fyrst fyrir árið 2021. Það gera menn með því að fara inn á  https://katla.bsrb.is/

Dagatöl í boði – auka prentun

Dagatöl stéttarfélaganna kláruðust um áramótin enda greinilega mjög vinsæl. Vegna fjölda áskorana höfum við nú látið prenta fleiri eintök. Félagsmönnum sem og öðrum áhugasömum stendur til boða að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna eftir helgina og fá gefins dagatöl vegna ársins 2022. Að þessu sinni eru myndirnar sem prýða dagatölin eftir áhugaljósmyndarana Gauk Hjartarson og Hafþór Hreiðarsson. Minnisbækur eru einnig í boði fyrir þá sem vilja.

Orlofshús á Spáni til leigu fyrir félagsmenn

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa aðgengi fyrir félagsmenn að tveggja herbergja íbúð í Alicante á Spáni. Um er að ræða íbúð á neðri hæð í litlu fjölbýli með nokkuð stóru útisvæði sem tilheyrir þessari íbúð eingöngu. Auk svefnherbergis er baðherbergi, rúmgóð stofa, eldhús og þvottahús með þvottavél. Í heildina eru svefnstæði fyrir fjóra í tvíbreiðu rúmi í herbergi og svefnsófa í stofunni. Í húsinu eru rúmföt og tuskur. Íbúðin er í lokuðum íbúðarkjarna með sér sundlaug og útisvæði. Frá flugvellinum í Alicante er um 40 km að íbúðinni. Auðvelt er að komast að henni frá flugvellinum með rútu, leigubíl eða bílaleigubíl. Margvísleg afþreying er á svæðinu, svo sem bátsferðir, skemmtisiglingar og fleira. Þá er í göngufæri verslunarkjarni þar sem finna má úrval verslana s.s. Primark og H&M. Einnig er stutt í matvöruverslanir s.s. Carrefour.

Verð á íbúð:
Sumartími frá 1. apríl – 30. september, vikuleiga kr. 56.000,- og hver dagur eftir það á kr. 7.000,-.
Vetrartími frá 1. október – 31. mars, vikuleiga kr. 42.000,- og hver dagur eftir það á kr. 5.000,-.

Frá þessu verði dragast til viðbótar sérkjör félagsmanna, kr. 1.500 per. dag sem gist er í íbúðinni. Félagsmenn geta fengið íbúðina leigða í allt að 14 daga enda sé hún laus. Ekki er vitlaust að miða tímabil dvalar við hvenær ódýrast er að fljúga til Alicante. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna og á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar.

spann2012 105

Volunteering in Iceland? THINK AGAIN !

Well think again!   You may be doing more harm than good – and hopefully that is not your intention.

For decades young people from all over the world have come to Iceland to volunteer in projects that focus on the preservation of nature?  We have welcomed these young people. They have given up their time and effort to assist us in preserving our rough and unforgiving nature.

However – in the last few years “volunteering” has been given a new meaning in Iceland and not such a pleasant one. In times of unemployment in Europe and elsewhere and in search of adventure and perhaps wanting something to put on one´s CV – people have been coming to Iceland to volunteer in places of business – doing regular work. Not saving the nature – but serving coffee. For free!

This is against everything we stand for. Working for the economic gain of someone should benefit both employer and worker.  Working for free is what slaves used to do and they didn´t choose their fate. Working for free is deflating the value of work – hurting regular people and benefitting the rich.

Perhaps your situation is such that you can afford to work for free one summer – but there are people who need this job and need to be paid for it.

Ok – this is the moral side of the story. There is also a legal side. By law in Iceland, every job has a guaranteed minimum wage and all jobs have obligations and benefits. We are sure that those soliciting for volunteer workers don´t always tell you everything:

  • Have you been informed that you must pay tax of your free board and housing?
  • Have you been informed that you need a work permit – even though you are “volunteering”?
  • Have you been informed that you are not covered by any of the health and social insurance programmes that everyone else in Iceland enjoys?

They Unions in Iceland negotiate General Agreements with the Federation of Employers, thereby setting a minimum wage for all jobs. The unions understand the concept of volunteering for the greater good – and we support our Red Cross volunteers that travel to disaster areas to help  – but we draw the line at regular businesses. If your volunteer work is for someone´s economic gain – you shouldn´t be doing it and please don´t act as you are doing anyone a favour.

Please remember that your “employer” is breaking the law and certainly contracts – playing unfair in the market place and basically just being greedy.  You can always change your mind and demand a salary – because an agreement about volunteer work in the workplace will not hold up in an Icelandic court of law. This union would be glad to represent you.

We are just an email away – asa@asa.is  we read English, Scandinavian languages (Danish, Sweedish and Norwegian), Polish and Serbian.

Further information:

www.volunteering.is

Við minnum á orlofsvefinn – flugkóðakaup möguleg á netinu!

Eins of fram kom hér á síðunni vefsíðu fyrir Páska hefur verið opnaður nýr orlofsvefur fyrir félagsfólk. Notast er við Frímann kerfið sem er vinsælt hjá ýmsum félagasamtökum á landinu og hefur verið um árabil. Slóðin er http://orlof.is/framsyn/

Rétt er að benda félagsfólki á að með þessum nýja vef er mögulegt að kaupa flugmiða á þeim tímum sem skrifstofan er lokuð, það er að segja án þess að þurfa að bíða eftir opnunartíma með endanlega afgreiðslu eins og verið hefur. Ekki er því lengur nauðsynlegt að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna til þess að kaupa flugfar eða margar aðrar vörur sem skrifstofan selur, þó svo að það sé að sjálfsögðu áfram mögulegt.

 

Flutningur frá Íslandi – hvað þarf að gera?

Hér á starfssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og raunar á landinu öllu er mikill fjöldi erlends starfsfólks. Flestir eru að vinna við ferðaþjónustu eða við stóriðjuframkvæmdir. Þorri þessa fólks fer aftur frá Íslandi eftir mislanga dvöl á landinu en á þeim tíma hafa allir fengið íslenska kennitölu og flutt lögheimili sitt til Íslands tímabundið. Þegar kemur að því að yfirgefa landið er mikilvægt að standa rétt að málum til þess að lenda ekki í vandræðum síðar meir.
Rétt er að benda á þessa upptalningu Fjölmenningarseturs. Þessi listi er vel tæmandi yfir þau atriði sem þarf að huga að áður en erlent fólk kveður Fróna. Sumt af þessu á ekki við um alla eins og kemur fram á listanum.
Auðvitað er flókið fyrir erlent fólk að hafa sig í gegnum íslenskuna. Við hvetjum því atvinnurekendur til að hlaupa undir bagga með fólki og beina því í réttar áttir. Auðvitað er líka velkomið að koma við eða hafa samband við okkur á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá leiðbeiningar.

Volunteering.is

Síðastliðin vetur ákvað ASÍ að setja upp sérstaka vefsíðu fyrir fólk sem hefur í hyggju að koma til Íslands sem sjálfboðaliðar. Það hefur nú verið gert. Á síðunni kemur verkalýðshreyfingin sínum skoðunum á sjálfboðaliðastarfsemi á framfæri en eins og kunnugt er þá eru sjálfboðaliðar í efnahagslegri starfsemi bannaðir á Íslandi. Á síðunni er meðal annars bent á þá staðreynd sem og fólk er hvatt til að gera launakröfur í takt við það starf sem það hefur í hyggju að sinna.

En sjón er sögu ríkari. 

 

Við gerum enn betur við félagsmenn- lögfræðiþjónusta í boði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa gert samkomulag við PACTA lögmenn um almenna þjónustu við félagsmenn sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda er varðar þeirra einkamál.

Samkomulag stéttarfélaganna við PACTA lögmenn byggir á því að félagsmenn geta leitað til þeirra með þjónustu. Ekki þarf að greiða fyrir fyrsta tímann sem er gjaldfrjáls. Komi til þess að lögmenn PACTA þurfi að vinna frekar í málum fyrir félagsmenn fá þeir 15% afslátt frá fullu gjaldi.

Til fróðleiks má geta þess að PACTA býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Um er að ræða persónulega þjónustu á fimmtán starfsstöðvum víðs vegar um land, m.a. að Garðarsbraut 26 á Húsavík, efri hæð. Þar starfar Hallgrímur Jónsson lögfræðingur. Síminn á skrifstofunni er 440-7900. Opnunartími skrifstofu er 8-16 alla virka daga.

Félagsmenn sem vilja nýta sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við Hallgrím Jónsson, hallgrimur@pacta.is eða við Ásgeir Örn Blöndal lögmann asgeirorn@pacta.is.

Heimasíða PACTA, lögmanna er pacta.is og símanúmerið er 4407900.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum 

Fræðslumyndbönd ASÍ – launaseðlar

Fyrir fáum misserum voru gerð á vegum ASÍ nokkur fjöldi fræðslumyndbanda um sum grunnatriði vinnumarkaðarins. Þessi myndbönd eru sérstaklega heppileg fyrir ungt fólk sem er ekki búið að vera lengi á vinnumarkaði. Einnig er án vafa hollt fyrir þá sem eldri eru að skauta yfir myndböndin og rifja upp helstu leikreglur vinnumarkaðarins.

Hér að neðan má sjá myndband sem fjallar um launaseðla og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla. Hin myndböndin má nálgast á youtube síðu ASÍ.

https://www.youtube.com/watch?v=1etgrzv-c18&list=PLSKCjKKu9LwLee0RTW3amiBk-zXANMx9-&index=4

 

Breytingar á greiðslum í lífeyrissjóði

Rétt er að vekja athygli á því að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017. Framlag starfsmanna verður áfram það sama eða 4%. Frekari upplýsingar um þessar breytingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Posting.is: ný síða

Föstudaginn 10. febrúar opnaði Vinnumálastofnun nýjan vef, posting.is. Helstu upplýsingar um skyldur og rétt erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmannaleiga má finna á vefnum.
Mikið er um að erlendir starfsmenn séu sendir til Íslands til vinnu og oft eru það starfsmannaleigur sem eiga þar í hlut. Sem dæmi má nefna að hér á landi voru 1.527 starfsmenn á vegum innlendra og erlendra starfsmannaleiga.

Síðan er sérstaklega ætluð fyrir þá sem ætla sér að starfa tímabundið á Íslandi. Þessi síða mun aðstoða við að átta sig á þeim reglum sem gilda um íslenskan vinnumarkað, hvernig á að starfa hér á landi og hvað ber að forðast.

Mansal í vinnumarkaði – einkenni og viðbrögð

Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að hefur gefið út handbók um mansal á vinnumarkaði, en handbókinni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, geta greint það og ekki síst að upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunsemdir um mansal vakna. Í bókinni er m.a. að finna skilgreiningar á mansali sem og upplýsingar um helstu einkenni og vísbendingar um mansal á vinnustöðum eða meðal starfsfólks. Þá eru settar fram gagnlegar spurningar fyrir starfsfólk stéttarfélaganna sem gott er að hafa í huga þegar einstaklingar leita til stéttarfélaganna vegna mansalsmála og jafnframt nokkrar meginreglur varðandi viðbrögð stéttarfélaga þegar upp koma mál þar sem grunur er um mansal.

Handbókin er aðgengileg öllum og hana má nálgast í heild sinni hér.

 

Rafrænn persónuafsláttur – sjá myndband

Frá ársbyrjun 2016 er útgáfu skattkorta hætt en í staðinn er notaður rafrænn persónuafsláttur. Þótt notkun skattkorta verði hætt þá kallar það ekki á neinar breytingar fyrir launamenn nema einhverjar breytingar komi til t.d. ef hefja á störf á nýjum vinnustað eða breyta nýtingu persónafsláttar með einhverjum hætti. Read more „Rafrænn persónuafsláttur – sjá myndband“

Sala á miðum í Hvalfjarðargöngin

Miðar í hvalfjarðargöngin eru seldir á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá eftirtöldum aðilum á félagssvæði stéttarfélaganna.  Í Mývatnssveit er Agnes Einarsdóttir með miðana til sölu, á Raufarhöfn  Svava  Árnadóttir og í Þingeyjarsveit Ósk Helgadóttir. Þá er Verkalýðsfélag Þórshafnar einnig með miðana til sölu á Þórshöfn. Miðarnir eru bara til sölu fyrir félagsmenn.