Ráðningarsamningar eru sönnunargagn launafólks um starfskjör sín, réttindi og skyldur. Í þeim má ekki víkja frá lágmarksákvæðum viðeigandi kjarasamninga né taka upp ákvæði sem skerða lögbundin réttindi. Mælt með að ráðningarsamningar séu gerðir samhliða ráðningu en ekki eftir á. Read more „Ráðningarsamningar – hvað ber að varast við gerð þeirra“
Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug
Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum. Flugfarið kostar 10.300 krónur. Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.
Á orlofsvef stéttarfélaganna, www.orlof.is/framsyn, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo sent sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.
Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið linda@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á linda@framsyn.is til þess að við vitum á hvaða tölvupóst á að senda kóðana. Read more „Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug“
Velferðarsjóður Þingeyinga
Fyrir þá sem þurfa á aðstoð Velferðarsjóðs Þingeyinga að halda er rétt að taka fram að heimilisfang sjóðsins og netfang er eftirfarandi: Read more „Velferðarsjóður Þingeyinga“
Kostir þess að vera í stéttarfélagi
Í viðtali í netsjónvarpi ASÍ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, frá gildi þess að vera í stéttarfélagi. Tilefnið er útgáfa á nýjum bæklingi sem m.a. er hægt að nálgast hér.
Viðtalið við Halldór Grönvold er í netsjónvarpi ASÍ.
Góður afsláttur fyrir félagsmenn hjá Frumherja
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru með samning við Frumherja um að veita félagsmönnum 20% afslátt af reglubundinni skylduskoðun ökutækja á þeirra vegum. Afslátturinn fæst gegn staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn. Read more „Góður afsláttur fyrir félagsmenn hjá Frumherja“
Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn
Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Mandat lögmannsstofu sem er til heimils að Ránargötu 8 í Reykjavík. Á lögmannsstofunni starfa átta lögmenn, þar af sex með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Heimasíða Mandat er: http://www.mandat.is/ Read more „Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn“
Þorrasalir 1-3, upplýsingasíða
Upplýsingasíða um nýju orlofsíbúðirnar í Þorrasölum er komin á vefinn. Sjá upplýsingasíðuna hér. Góð aðsókn hefur verið Read more „Þorrasalir 1-3, upplýsingasíða“
Afsláttur á gleraugum í Auganu
Félagsmenn í Framsýn sem versla í Auganu í Kringlunni eiga rétt á 15% afslætti vegna kaupa á gleraugum. Áður en félagsmenn versla sér gleraugu þurfa þeir að fá staðfestingu þess efnis að þeir séu félagsmenn á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Ódýrir bílaleigubílar
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru með samning við Bílaleigu Húsavíkur um afslátt fyrir félagsmenn á bílaleigubílum á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Bílaleigu Húsavíkur eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Vinnustaðaskírteini
Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.
Skólastjórnendur athugið
Að venju vilja stéttarfélögin bjóða grunnskólum í Þingeyjarsýslum upp á fræðslu um markmið og tilgang stéttarfélaga. Félögin hafa í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við grunnskólana á félagssvæðinu og komið nokkuð reglulega í heimsóknir. Read more „Skólastjórnendur athugið“
15% afsláttur í Jarðböðin
Samkvæmt samkomulagi eiga félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum rétt á 15% afslætti fari þeir í Jarðböðin í Mývatnssveit. Áður er farið er, þurfa félagsmenn að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá sérstök afsláttarkort. Góða skemmtun.