Breytingar á greiðslum í lífeyrissjóði

Rétt er að vekja athygli á því að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017. Framlag starfsmanna verður áfram það sama eða 4%. Frekari upplýsingar um þessar breytingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.