Launanefnd sveitarfélaga hefur í samvinnu við viðsemjendur innleitt samræmt starfsmatskerfi sem nefnist SAMSTARF.  Kerfið sem varð fyrir valinu var hannað í Bretlandi 1997 og hefur gefið góða raun í fjölmörgum sveitarfélögum þar.

Þeir starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagar í Framsýn- stéttarfélagi Þingeyinga og Starfsmannafélags Húsavíkur vinna flestir eftir þessu starfsmati sem verið hefur í notkun frá árinu 2004.  Starfsmat er kerfi sem miðast við að raða starfsfólki í launaflokka eftir umfangi starfa þar sem m.a. er tekið tillit til ábyrgðar á fólki, búnaði og fjármunum, líkamlegra og hugrænna krafna auk fleiri þátta.

Nánar má lesa um starfsmatið á heimasíðu Launanefndar sveitarfélaga: www.samband.is

Hér má nálgast lista yfir þau störf í starfsmatinu sem unnið er eftir á félagssvæði Framsýnar- stéttarfélag Þingeyinga, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Í janúar 2007 hófst vinna við endurskoðun á starfsmatinu á landsvísu og sá starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík um framkvæmd hennar í sveitarfélögunum Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit, Aðaldælahreppi auk þess að koma að endurskoðun starfsmatsins hjá Langanesbyggð.  Vinnan fólst í því að yfirfara öll störf sem unnin eru hjá sveitarfélögunum til að meta hvort að þeim sé rétt raðað í starfsmatinu  og þar af leiðandi hvort verið sé að greiða laun í samræmi við umfang starfanna.  Afraksturinn var sá að tekin var ákvörðun um að óska eftir því að 16 störf yrðu tekin til endurskoðunar hjá Launanefnd sveitarfélaganna.
Þegar litið er til landsins í heild bárust um 200 beiðnir um og varð niðurstaðan sú að í 30 tilfellum samþykkti Launanefndin breytingar á störfum og að auki urðu til 15 ný starfsheiti.