Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
Starfatorg
STH
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Vorið kallar á sterkar sveitarstjórnir
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar í Þingeyjarsýslum. Eins og alltaf er mikilvægt að hæft og áhugasamt fólk veljist til þessara mikilvægu starfa í þágu samfélagsins. Því miður hefur verið dapurlegt að fylgjast með því mikla brottfalli sem verið hefur meðal kjörinna sveitarstjórnarmanna undanfarin misseri, sérstaklega hvað varðar sveitarfélagið Norðurþing. Það sama á við um æðstu stjórnendur sveitarfélaga …
Sjávarútvegsmálin tekin til umræðu
Kvótakerfið var til umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í gær. Gunnar Smári Egilsson stjórnaði þættinum. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, var meðal þeirra sem komu fram í þættinum. Til umræðu voru áhrif kvótans á sjávarbyggðir. Sumar byggðir hafa dregið til sín kvóta en aðrar misst hann frá sér. Hvaða áhrif hefur þetta haft á fólk …
Öskudagurinn
Takk fyrir frábæru gestir Fjöldi barna, unglinga og fullorðinna komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær og sungu mörg falleg lög. Gestirnir fóru ekki tómhendir heim þar sem í boði var að fá smá glaðning gegn því að taka lagið og láta sjá sig. Hér má sjá nokkrar myndir frá Öskudeginum.
Ríkissáttasemjari með námsstefnu á Húsavík
Síðustu daga hefur ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, ættaður frá Bakka við Húsavík staðið fyrir námstefnu í samningagerð á Fosshótel Húsavík. Fullbókað var á námstefnuna en um 50 þátttakendur taka þátt í námsstefnunni. Markmiðið með námstefnum er að stefna saman öllum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð í landinu. Þátttakendum gefst einstakt tækifæri til …
Ólöf Helga leit við
Ólöf Helga Adolfsdóttir er stödd á Húsavík á námskeiði á vegum Ríkissáttasemjara. Hún leit við hjá formanni Framsýnar í morgun og áttu þau gott spjall um stöðuna í verkalýðshreyfingunni og væntanlegt þing Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður síðar í þessum mánuði á Akureyri. Ólöf Helga hefur verið virk í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og setið m.a. …
Vetrarfrí hjá Samherja
Formaður Framsýnar kallar eftir umræðu um lokanir skóla í næstu kjaraviðræðum Starfsfólk vinnsluhúsa Samherja og ÚA á Dalvík og Akureyri fer í tveggja daga vetrarfrí í vikunni, fimmtudag og föstudag. Starfsmenn fá frí í einn dag á launum og hinn daginn er tekið út orlof. Þetta fyrirkomulag er unnið í góðu samstarfi við starfsmenn, sem …