Félagsmönnum í Framsýn bjóðast ýmsir styrkir til starfsmenntunar. Styrkirnir tengjast námskeiðum sem menn sækja og námi á háskólastigi. Greiðslur Framsýnar miðast við að menn séu greiðendur til félagsins þegar námskeið eru sótt eða meðan á námi á háskólastigi stendur. Framsýn er aðili að nokkrum sjóðum til að tryggja félagsmönnum góðan aðgang að styrkjum.

Hér má nálgast upplýsingar um réttindi í starfsmenntasjóðum.

Áttin

Áttin sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

Landsmennt

Þeir sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins eiga aðild að Landsmennt.

Sveitamennt

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum eiga aðild að Sveitamennt.

Ríkismennt

Félagsmenn sem starfa hjá stofnunum ríkisins eiga aðild að Ríkismennt.

Sjómennt

Félagsmenn sem starfa við sjómensku eiga aðild að Sjómennt.

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins eiga aðild að Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.

Fræðslusjóður Framsýnar, stéttarfélags

Til viðbótar geta félagsmenn sótt um styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar, Þingmennt. Það er þegar þeir hafa klárað rétt sinn hjá fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt, SVS og Sjómennt.

Styrkir til fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana.

Vinnuveitendur, stéttarfélög og/eða fræðsluaðilar geta sótt um styrki til stjórna sjóðanna vegna fræðsluverkefnis innan vinnustaðarins. Í umsókninni þurfa að koma fram helstu upplýsingar um verkefnið. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðanna eða á skrifstofu Framsýnar í síma 464-6600.

Fræðslusjóður Framsýnar, stéttarfélags

Til viðbótar þeim rétti sem ofangreindir starfsmenntasjóðir veita félagsmönnum geta þeir sótt um styrki til Fræðslusjóðs Framsýnar, stéttarfélags á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Tekjur sjóðsins eru samningsbundin iðgjöld atvinnurekenda og 5% framlag úr félagssjóði Framsýnar á hverju ári í fræðslusjóð félagsins.

Tilgangur sjóðsins er alhliða fræðslustarfsemi með sérstakri áherslu á:
– nám sem tengist starfi félagsmanna
– starfsemi stéttarfélaga og sögu þeirra
– aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum
– samskipti verkafólks og launagreiðaenda
– samskipti verkafólks innbyrðis
– að hvetja og styrkja félagsmenn til þess að afla sér aukinna menntunar
– önnur málefni er varða starf og tómstundir félagsmanna

Úthlutað er úr Fræðslusjóði Framsýnar samkvæmt reglugerð sjóðsins. Umsóknareyðublað má finna hér: Starfsmenntasjóður Framsýnar – eyðublað.
Hér að undan hefur verið gerð grein fyrir möguleikum félagsmanna á styrkjum til starfsnáms í gegnum starfsmenntasjóði stéttarfélaganna og til starfsnáms og tómstundanámskeiða í gegnum Fræðslusjóð Framsýnar, stéttarfélags. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600.