Félagsmönnum stendur til boða að leigja íbúðina á 28.000 kr. (vikan) eða 6.000 kr. (á hvern leigðan sólarhring).

Íbúðin er með þrjú svefnherbergi og stofu. Í íbúðinni eru fimm rúm og tvær dýnur og geta því sjö gist í íbúðinni í einu. Í íbúðinni er eldhús með öllu því helsta, þ.e. eldavél, örbylgjuofni og ískáp með frysti. Þá er leirtau í íbúðinni fyrir a.m.k. tíu manns. Baðherbergið er með sturtu. Þvottavél er í íbúðinni sem og netsamband.

Húsreglur og gagnlegar upplýsingar

Komu og brottfarartími: Leigutaka er heimilt að fara inn í íbúðina kl. 16:00 á komudegi. Brottfarartími er kl. 14:00.
Verði skemmdir á íbúðinni eða munum sem henni tilheyra, skal leigutaki tilkynna það umsjónarmanni. Leigutaki ber fulla ábyrgð á tjóni sem verður af hans völdum eða annarra sem í íbúðinni dvelja á leigutímanum. Leigutaki skal skila íbúðinni, áhöldum og munum hreinum þegar hann yfirgefur íbúðina. Öll gólf skal þrífa vel í lok dvalar. Tæma skal ísskáp og þrífa vel, en ekki slökkva á honum. Gæta skal þess að gluggar og útihurðir séu tryggilega lokaðar þegar íbúðin er yfirgefin. Óhreinar tuskur skal setja í plastpoka, loka vel að og setja í þvottaherbergið. Flokka skal sorp og henda í tunnur.
Óheimilt að framselja leigusamning: Leigutaka er stranglega bannað að framselja leigusamning sinn til annars aðila. Eigi slíkt sér stað er heimilt að víkja fólki úr íbúðinni fyrirvaralaust. Leigugjald verður ekki endurgreitt í slíkum tilfellum. Lyklum af íbúðum skal skila strax að lokinni dvöl til Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík nema ef lyklar úr lyklaboxi hafi verið notaðir en þá skal skila þeim í lyklaboxið við brottför.
Leigutaki getur fengið keypt þrif á íbúðinni óski hann eftir því. Ganga þarf frá þeirri beiðni um leið og gengið er frá leigusamningi fyrir íbúðina. Þrifinn kosta 15.000 krónur.
Umgengni um íbúðirnar: Stéttarfélögin leggja mikið upp úr góðri umgengni um íbúðirnar og því eru leigutaki og gestir beðnir um að fylgja reglum og þrífa mjög vel eftir sig. Telji umsjónarmaður að ekki hafið verið þrifið samkvæmt reglum verður íbúðin þrifin á kostnað leigutaka.
Hávaði ekki leyfður: Íbúðin er í fjölbýli. Það er mikilvægt að leigjendur virði það og séu ekki með óþarfa hávaða. Mikilvægt er að kyrrð sé komin á eigi síðar en á miðnætti, kl. 24:00.
Netið: Leigjendur sem dvelja í íbúðinni geta komist á netið. Lykilorðið er á myndlyklinum. Heimilt er að nota netið í hófi, stórfellt niðurhal er stranglega bannað. Komi til þess að notkunin verði meiri en eðlilegt getur talist verður viðkomandi leigutaka gert að greiða fyrir umfram notkunina.
Dýrahald: Það er stranglega bannað er að hafa með sér húsdýr/gæludýr í íbúðirnar.
Reykingar: Reykingar eða notkun vímuefna er stranglega bönnuð í íbúðinni.
Heimilt er að nýta geymsluskúr sem er á lóð hússins undir skíðabúnað og fleira sem gestir þurfa að geyma á meðan dvöl stendur. Lykill að geymsluskúrnum er í lyklaboxi íbúðarinnar.

Minnisatriði fyrir dvöl í orlofsíbúð
1. Hafa með sér lín (koddaver, sængurver, lök) og handklæði.
2. Skila íbúðinni hreinni, þurrka af húsgögnum og búnaði.
3. Þrífa vel öll gólf.
4. Þvo ískáp vel, ekki slökkva á ísskáp.
5. Loka gluggum og læsa útihurðum.
6. Skila lyklum að íbúðinni.

Viðurlög við brotum á húsreglum þessum.
Verði leigutaki eða gestir hans uppvísir að því að reykja inni í íbúðinni eða um önnur alvarleg brot á þessum reglum fyrirgera þeir rétti sínum til að dvelja í íbúðum á vegum stéttarfélaganna! Ef leigutaki skilar ekki íbúðinni og innanstokksmunum í góðu ástandi er hann ábyrgur fyrir kostnaði sem af því hlýst.