Aðalkjarasamningur er heiti sem notað er um kjarasamning milli samtaka launafólks og atvinnurekenda um helstu grundvallaratriði varðandi laun, vinnutíma, réttindi og önnur starfskjör sem eru sameiginleg fyrir alla félagsmenn innan tiltekins sambands stéttarfélaga. Slíkur samningur tryggir launafólki lágmarkskjör sem þýðir að samningur um lakari kjör en samningurinn kveður á um er ógildur.