Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum varð til við sameiningu Sveinafélags járniðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum og Byggingamannafélagsins Árvakurs S-Þing. Stofnfundur félagsins var haldinn á Húsavík 17. desember 2000. Um 100 félagsmenn eru í félaginu. Starfssvæði félagsins nær yfir sveitarfélög er tilkeyra Suður- og Norður- Þingeyjarsýslum. Félagið er aðili að Samiðn, sambandi iðnfélaga og Alþýðusambandi Íslands.

Tilgangur félagsins er að efla og styðja hag og menningu alþýðunnar á félagssvæðinu með því að sameina alla fagmenntaða starfsmenn sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði og vinna jafnframt að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra. Þingiðn er aðili að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Sigurjón Már Pétursson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Núverandi formaður er Jónas Kristjánsson.