logo-sth

Starfsmannafélag Húsavíkur var stofnað 26. október 1963. Fyrsti forsvarsmaður félagsins var Páll Kristjánsson. Um 140 félagsmenn eru í félaginu. Félagið er stéttarfélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum. Félagið nær einnig til starfsmanna sjálfseignarstofnanna, sem eru að meirihluta í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga og vinna í almannaþágu. Félagið er aðili að BSRB. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna með því meðal annars að vera í fyrirsvari um kjarasamninga félaga sinna samkvæmt lögum og reglugerðum um kjarasamninga. Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Núverandi formaður félagsins er Helga Þuríður Árnadóttir.