Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum. Flugfarið kostar 10.300 krónur. Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.

Á orlofsvef stéttarfélaganna, www.orlof.is/framsyn, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo sent sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.

Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið linda@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á linda@framsyn.is til þess að við vitum á hvaða tölvupóst á að senda kóðana.