Við gerum enn betur við félagsmenn- lögfræðiþjónusta í boði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa gert samkomulag við PACTA lögmenn um almenna þjónustu við félagsmenn sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda er varðar þeirra einkamál.

Samkomulag stéttarfélaganna við PACTA lögmenn byggir á því að félagsmenn geta leitað til þeirra með þjónustu. Ekki þarf að greiða fyrir fyrsta tímann sem er gjaldfrjáls. Komi til þess að lögmenn PACTA þurfi að vinna frekar í málum fyrir félagsmenn fá þeir 15% afslátt frá fullu gjaldi.

Til fróðleiks má geta þess að PACTA býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Um er að ræða persónulega þjónustu á fimmtán starfsstöðvum víðs vegar um land, m.a. að Garðarsbraut 26 á Húsavík, efri hæð. Þar starfar Hallgrímur Jónsson lögfræðingur. Síminn á skrifstofunni er 440-7900. Opnunartími skrifstofu er 8-16 alla virka daga.

Félagsmenn sem vilja nýta sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við Hallgrím Jónsson, hallgrimur@pacta.is eða við Ásgeir Örn Blöndal lögmann asgeirorn@pacta.is.

Heimasíða PACTA, lögmanna er pacta.is og símanúmerið er 4407900.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum