Stafsmenn sveitarfélaga- Félagsmannasjóður

Allir félagsmenn Framsýnar sem störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2021 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk. Sjóðurinn er vistaður hjá Starfsgreinasambandi Íslands og er 1,5% af heildarlaunum viðkomandi starfsmanna.

Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að skrá reikningsupplýsingar á eftirfarandi slóð og senda Starfsgreinasambandi Íslands. Félagsmannasjóður – Starfsgreinasamband Íslands (sgs.is)

Starfsmannafélag Húsavíkur
Aðildarfélög inna BSRB sem semja fyrir starfsmenn sveitarfélaga, sömdu um Kötlu félagsmannasjóð í kjarasamningum aðildarfélaganna og Sambands Íslenskra sveitarfélaga  í mars 2020, með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Aðild að sjóðnum eiga einnig eftir atvikum félagsmenn sem starfa hjá tengdum aðilum s.s. Hjallastefnu, á hjúkrunarheimilum og þeim sem eru með sama ákvæði í kjarasamningi Sambandsins og aðildarfélaganna

Tekjur sjóðsins árið 2021 voru 1,24% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum

Aðildarfélög að Kötlu félagsmannasjóði eru öll bæjarstarfsmannafélög BSRB, þar á meðal Starfsmannafélag Húsavíkur sjá nánar

Hlutverk sjóðsins er m.a. að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni. Rétt er að taka fram að félagsmenn Starfsmannafélagsins sem ráðnir eru inn á forsendum háskólamenntunar geta hugsanlega ekki átt rétt á greiðslum úr Kötlu þar sem greitt er af þeim í annan sjóð, Vísindasjóð.

Skorað er á félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur að sækja um sinn rétt hjá sjóðnum sem fyrst fyrir árið 2021. Það gera menn með því að fara inn á  https://katla.bsrb.is/