Volunteering.is

Síðastliðin vetur ákvað ASÍ að setja upp sérstaka vefsíðu fyrir fólk sem hefur í hyggju að koma til Íslands sem sjálfboðaliðar. Það hefur nú verið gert. Á síðunni kemur verkalýðshreyfingin sínum skoðunum á sjálfboðaliðastarfsemi á framfæri en eins og kunnugt er þá eru sjálfboðaliðar í efnahagslegri starfsemi bannaðir á Íslandi. Á síðunni er meðal annars bent á þá staðreynd sem og fólk er hvatt til að gera launakröfur í takt við það starf sem það hefur í hyggju að sinna.

En sjón er sögu ríkari.