Posting.is: ný síða

Föstudaginn 10. febrúar opnaði Vinnumálastofnun nýjan vef, posting.is. Helstu upplýsingar um skyldur og rétt erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmannaleiga má finna á vefnum.
Mikið er um að erlendir starfsmenn séu sendir til Íslands til vinnu og oft eru það starfsmannaleigur sem eiga þar í hlut. Sem dæmi má nefna að hér á landi voru 1.527 starfsmenn á vegum innlendra og erlendra starfsmannaleiga.

Síðan er sérstaklega ætluð fyrir þá sem ætla sér að starfa tímabundið á Íslandi. Þessi síða mun aðstoða við að átta sig á þeim reglum sem gilda um íslenskan vinnumarkað, hvernig á að starfa hér á landi og hvað ber að forðast.