Uppstillingarnefnd að störfum

Þá er komið að því að stilla upp í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar til næstu tveggja ára að telja. Um þessar mundir er starfandi Uppstillingarnefnd sem hefur það hlutverk að velja félagsmenn í þessi embætti sem telja yfir sextíu. Nefndin fundaði í gær og mun gera það áfram næstu daga eða þar til að nefndin hefur lokið sínu hlutverki. Þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Uppstillingarnefnd er tillaga nefndarinnar lögð fyrir stjórn og trúnaðarráð félagsins sem þarf að samþykkja tillöguna áður en hún er auglýst, það þarf að gerast fyrir 15. febrúar nk. Tillagan verður auglýst þegar hún er klár á heimasíðu stéttarfélaganna og í Fréttabréfinu sem kemur út í febrúar.