Rúgbrauð – síld og aðrar gjafir

Öll höfum við gaman að því að fá gjafir og heimsóknir sem gefa lífinu aukið gildi. Nú fyrir jólin hafa margir góðir gestir komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og kastað kveðju á starfsmenn, sumir hafa haft með sér veitingar og enn aðrir fært starfsmönnum konfekt og annan glaðning að gjöf. Varaformaður Framsýnar Ósk Helgadóttir, kom við á skrifstofunni í gær með nýtt rúgbrauð, kleinur og silung úr sveitinni sem hún gaf starfsmönnum með kaffinu. Solla og Kiddi á Þórshöfn komu með síld í fötu og fjármálastofnun kom færandi hendi með konfekt. Starfsmenn munu ána efa fara glaðir inn í jólafríið eftir morgundaginn og takk fyrir hlýhug í okkar garð með góðum jólakveðjum kæru félagar til sjávar og sveita.