Þær sjá um flugið

Þær Lilja Dóra hjá Flugfélaginu Erni og Linda Margrét starfsmaður stéttarfélaganna á Húsavík eru í góðu sambandi enda fljúga fjölmargir félagsmenn stéttarfélaganna reglulega með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þær hittust nýlega í Reykjavík og notuðu tækifærið til að fara aðeins yfir stöðuna. Á þessu ári hafa yfir tvö þúsund flugmiðar verið keyptir hjá stéttarfélögunum. Í eðlilegu ári hafa félagsmenn verslað rúmlega fjögur þúsund flugmiða. Þess er vænst að svo verði á næsta ári enda verði allt komið í eðlilegt horf aftur og Covid draugurinn horfinn á braut.