Jólagjöf í boði „Fyrir neðan bakka og ofan“

Jólagjöf í boði

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að gefa 50 eintök af sögu félagsins sem er í þremur bindum „Fyrir neðan bakka og ofan“. Bækurnar sem eru í fallegri öskju hafa fengið frábæra dóma og segja sögu verkalýðshreyfingar í Þingeyjarsýslum, atvinnulífs og stjórnmála á Húsavík á tímabilinu 1885 – 1985.

Þeir sem vilja eignast þessa frábæru og einstöku jólagjöf eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Netfang linda@framsyn.is – Sími 4646600.