Pósturinn með fingurinn á lofti

Póst­ur­inn ohf. sendi nýlega frá sér tilkynningu um gríðarlegar hækk­an­ir á mörg­um liðum verðskrár sinn­ar frá og með 1. nóv­em­ber 2021. Fram til þessa dags hef­ur verðskrá hins op­in­bera fyr­ir­tæk­is miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hef­ur verið, og hef­ur það jafnt átt við um pakka­send­ing­ar sem skilað er í póst­box og pakka­port eða heimsend­ing­ar og send­ing­ar sem skilað er á póst­hús. Ljóst er að þessar verðbreytingar koma sér afar illa fyrir landsbyggðina. Hækkanirnar voru til umræðu á stjórnar og trúnaðarráðsfundi Framsýnar í vikunni. Reiði var meðal fundarmanna með þessar miklu hækkanir. Samþykkt var að álykta um málið.

Ályktun
-Um verðskrárhækkanir hjá Póstinum-

„Framsýn stéttarfélag gagnrýnir harðlega ákvarðanir Póstsins um að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinast eingöngu að landsbyggðinni. Póst­ur­inn ohf. hefur boðað verulegar hækk­an­ir á flestum liðum verðskrár sinn­ar frá og með 1. nóv­em­ber 2021 sem koma sér afar illa við íbúa og atvinnulífið á landsbyggðinni.

Fram til þessa dags hef­ur verðskrá hins op­in­bera fyr­ir­tæk­is miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa lög­gjaf­ans hef­ur verið. Samkvæmt boðuðum verðskrárbreytingum nem­ur hækkunin í mörg­um til­vik­um tug­um pró­senta og jafnvel yfir 100%. 

Með þessum glórulausu hækkunum er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn. Um er að ræða mikilvægt byggðamál sem hefur áhrif á útgjaldaliði heimilanna, ekki síst fjarri höfuðborgarsvæðinu. Stjórnvöld geta ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti  viðgangast. Fyrir liggur að það er vitlaust gefið sem er ólíðandi með öllu.

Framsýn stéttarfélag auglýsir eftir byggðastefnu stjórnvalda sem hafi það að leiðarljósi að koma í veg fyrir mismunun sem þessa.“