Tryggvi Ástþórsson varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands var staddur á Húsavík um síðustu helgi. Að sjálfsögðu leit hann við hjá formanni Framsýnar sem bauð honum í heimsókn á skrifstofu félagsins þar sem hann fékk fræðslu um starfsemi Framsýnar auk þess sem félgarnir tóku stöðuna á verkalýðshreyfingunni.