Vetrarstarfið að hefjast á vegum Framsýnar

Stjórn- og trúnaðarráð Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 26. október kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Stjórn Framsýnar- ung er einnig boðuð á fundinn. Með þessum fundi hefst öflugt vetrarstarf á vegum félagsins, framundan eru þing á vegum verkalýðshreyfingarinnar og þá mun Framsýn hefja vinnu á næstu vikum við mótun á kröfugerð félagsins vegna komandi viðræðna við Samtök atvinnulífsins. Annars er dagskrá fundarins eftirfarandi:

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Málefni formanns félagsins

4. Kjaramál- undirbúningsvinna

5. Samkomulag við hvalaskoðunarfyrirtæki

6. Ríkissáttasemjari- heimsókn 16. nóv

7. Dagatöl/minnisbækur 2022

6. Jólafundur félagsins/kjör á undirbúningsnefnd

7. Jólaboð stéttarfélaganna

8. Þing

– Así ung

– Lív

– Sjómannasamband Íslands

– Þing SGS

– Þing AN

9. Lögfræðiþjónusta

10. Málefni Þorrasala

11. stjórn Framsýnar-ung

12. Önnur mál