Stéttarfélögin hafa opnað fyrir umsóknir félagsmanna um dvöl í orlofsíbúðum félaganna um jól og áramót í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Uppsóknartíminn er til 12. nóvember. Í kjölfarið verða umsóknirnar teknar fyrir og íbúðunum úthlutað. Hægt er að sækja um með því að senda skilaboð á netfangið linda@framsyn.is eða með því að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og sækja um. Sími 4646600.