Frambjóðendur Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, sem fram fara þann 25. september næstkomandi, litu við hjá starfsmönnum stéttarfélaganna fyrir helgina. Það voru þau Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigríður Ólafsdóttir og heimamaðurinn Kristján Gunnar Óskarsson.
Frambjóðendurnir gáfu sér góðan tíma til að ræða helstu áherslumál Viðreisnar auk þess að hlusta eftir skoðunum starfsmanna stéttarfélaganna. Fundurinn var áhugaverður í alla staði enda mikilvægt að frambjóðendur hlusti eftir skoðunum kjósenda og talsmanna stéttarfélaga. Á meðfylgjandi mynd eru frambjóðendurnir með formanni Framsýnar.