Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Samkvæmt kjarasamningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa fimm eða fleiri starfsmenn. Starfsfólk á hverjum vinnustað kýs sér trúnaðarmann til tveggja ára í senn. Kosning fer fram í samráði við viðkomandi stéttarfélag, Framsýn, Þingiðn eða Starfsmannafélag Húsavíkur. Eftir kosningu fær trúnaðarmaður og atvinnurekandi senda staðfestingu á kjöri. 

Ef enginn trúnaðarmaður er á þínum vinnustað, viljum við biðja þig um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna 4646600 eða með því að senda tölvupóst á kuti@framsyn.is varðandi frekari upplýsingar og aðstoð við kjör á trúnaðarmanni.

Til viðbótar má geta þess að stéttarfélögin standa reglulega fyrir trúnaðarmannanámskeiðum.