Atvinnuleysi á niðurleið

Samkvæmt  upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð at­vinnu­leysi í júlí 6,1% og minnkaði tals­vert frá júní þegar það mæld­ist 7,4%, að því er fram kem­ur í skýrslu Vinnumála­stofn­un­ar fyr­ir júlí­mánuð. Alls fækkaði at­vinnu­laus­um að meðaltali um 2.005 sem nem­ur 14% fækk­un frá júní­mánuði.

At­vinnu­leysi hef­ur farið minnk­andi síðustu mánuði en það var 9,1% í maí, 10,4% í apríl, 11,0% í mars og 11,4% í fe­brú­ar 2021.

„At­vinnu­laus­ir voru alls 12.537 í lok júlí, 6.562 karl­ar og 5.975 kon­ur og fækkaði at­vinnu­laus­um körl­um um 966 frá júnílok­um og at­vinnu­laus­um kon­um fækkaði um 813,“

Á Norðurlandi eystra lækkaði atvinnuleysið úr 4,4% í 3,9%.

Sjá nánar: https://vinnumalastofnun.is/media/3172/juli-2021-skyrsla.pdf