Bæklingar uppfærðir

Um þessar mundir er unnið að því að uppfæra bæklinga á vegum Framsýnar stéttarfélags, annars vegar bækling er varðar helstu kjör og réttindi starfsmanna í ferðaþjónustu og hins vegar bækling um réttindi félagsmanna úr sjóðum Framsýnar s.s. fræðslu,- orlofs- og sjúkrasjóði. Þeir verða gefnir út á ensku, pólsku og íslensku. Bæklingarnir hafa komið að góðum nótum fyrir félagsmenn og er síðasta prentun búin. Þess vegna var talið tímabært að uppfæra þá og gefa út aftur. Hægt verður að nálgast bæklingana á Skrifstofu stéttarfélaganna síðar í þessum mánuði. Einnig er í boði að fá þá með póstinum búi menn utan Húsavíkur. Agnieszka Anna Szczodrowska hefur aðstoðað starfsmenn Framsýnar við að þýða bæklingana yfir á pólsku.

Bæklingar sem Framsýn hefur gefið út á þremur tungumálum hafa komið að góðum notum fyrir félagsmenn.