Kristján Braga framkvæmdastjóri EFFAT í heimsókn

Góður félagi, Kristján Bragason framkvæmdastóri EFFAT sem stendur fyrir Samtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu (EFFAT) leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær og heilsaði upp á formann Framsýnar og fyrrverandi varaformann félagsins Kristbjörgu Sigurðardóttir. Kristján sem býr í Svíþjóð hefur undanfarið dvalið í fríi á Íslandi.

Á þingi sambandsins í Zagreb í Króatíu í nóvember 2019 var Kristján kjörinn nýr framkvæmdastjóri EFFAT, en hann er kosinn í beinni kosningu af þingfulltrúum. Kristján var kosinn einróma í þetta mikilvæga starf en hann var fulltrúi Starfsgreinasambands Íslands á þinginu en hann var um tíma framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Trúlega er um að ræða eitt æðsta embætti sem Íslendingur hefur verið kosinn til að gegna innan alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar og Kristján hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf um verkalýðsmál enda lengi komið að réttindamálum verkafólks. Það sama má segja um Kristbjörgu sem var virk í starfi Framsýnar á þeim tíma sem Kristján starfaði fyrir Starfsgreinasamband Íslands. Að sjálfsögðu fékk Kristján góðar móttökur hjá forsvarsmönnum Framsýnar.

Samtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu (EFFAT)