Unglingar úr Vinnuskóla Húsavíkur komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að fræðast um starfsemi stéttarfélaga og helstu réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Gestirnir voru áhugasamir og tóku virkan þátt í umræðunni um viðfangsefnið. Fræðsla sem þessi er afar mikilvæg fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýlsum hafa verið með reglulegar kynningar fyrir unglinga í grunnskólum, framhaldsskólum og í vinnuskólum. Þess ber að geta að stéttarfélögin eru alltaf tilbúin að koma með fræðslu inn í skóla eða á vinnustaði.