PCC á toppnum

PCC BakkiSilicon hf. greiddi mest allra atvinnurekenda  í iðgjöld til Framsýnar árið 2020 eða samtals um kr. 17,3 milljónir. Árið áður greiddi PCC sömuleiðis mest eða um 23,7 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ekki launatengd gjöld í sjóði félagsins s.s. í orlofs- og sjúkrasjóð af atvinnuleitendum sem greiða félagsgjald til Framsýnar af atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysistryggingasjóður er í öðru sæti á listanum yfir þá aðila sem hafa skilað félagsgjöldum til Framsýnar en kæmist ekki á listann ef lögbundin iðgjöld atvinnurekenda væru talin með eins og er í tilvikum þeirra fyrirtækja/sveitarfélaga/ríkisins sem eru á listanum.

Stærstu greiðendur iðgjalda árið 2020 eftir röð:

PCC BakkiSilicon hf.

Atvinnuleysistryggingasjóður

Sveitarfélagið Norðurþing

GPG. Seafood ehf.

Norðlenska matarborðið ehf.

Ríkissjóður Íslands

Hvammur, heimili aldraðra

Þingeyjarsveit

Íslandshótel hf.

Samherji