Skrifstofuhaldið gekk vel

Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk að venju vel á síðasta starfsári. Þar starfa 6 starfsmenn í 5,4 stöðugildum. Þá eru 5 starfsmenn í hlutastörfum hjá stéttarfélögunum við að þjónusta orlofsíbúðir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og í Öxarfirði auk þess sem einn starfsmaður er í hlutastarfi á Raufarhöfn. Huld Aðalbjarnardóttir hætti störfum hjá stéttarfélögunum á síðasta ári og eru henni þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Í hennar stað var Elísabet Gunnarsdóttir ráðin sem fjármálastjóri. Þá hætti Aðalsteinn J. Halldórsson störfum hjá stéttarfélögunum í lok síðasta ár og eru honum sömuleiðis þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Félagið heldur úti öflugri heimasíðu og Fréttabréfi sem tengir hinn almenna félagsmann við stjórn félagsins, starfsmenn og félagið í heild sinni.