Viðræður í gangi um Hvalaskoðunarsamning

Fulltrúar frá Framsýn og Samtökum atvinnulífsins hafa setið á samningafundi í dag með það að markmiði að ganga frá nýjum sérkjarasamningi fyrir starfmenn sem starfa við hvala- og fuglaskoðun frá Húsavík. Þess er vænst að viðræðurnar klárist í næstu viku.