Forsvarsmenn Hvamms, heimili aldraðra og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík leggja mikið upp úr því á hverjum tíma að nýliðar fái góða kynningu á réttindum sínum og skyldum er snýr að kjarasamningum. Framsýn hefur séð um þessa kynningu og fór ein slík kynning fram í gær. Að mati Framsýnar er full ástæða til að hæla atvinnurekendum sem bjóða nýliðum upp á kynningu sem þessa. Ekki þarf að taka fram að aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru ávallt reiðubúin til að koma með kynningar inn á vinnustaði um kjaramál og helstu ákvæði kjarasamninga.
Það var áhugasamur hópur sem tók þátt í nýliðafræðslunni á vegum Hvamms og HSN.