Landsins bestu!

Framsýn stéttarfélag er svo lánsamt ásamt íbúum svæðisins að eiga innan sinna raða landsins bestu hefilmenn sem starfa hjá Vegagerðinni. Mikið hefur verið að gera hjá þeim félögum undanfarnar vikur enda malarvegir komið misgóðir undan vetri eins og gengur og gerist. Þeir Þórir Stefánsson og Sigurður Skúlason stilltu sér upp fyrir framan vélakost Vegagerðarinnar á Húsavík þar sem að vinnufélagi þeirra, Kristján Önundarson, tók af þeim meðfylgjandi mynd.