Í dag og á morgun heldur Starfsgreinasamband Íslands formannafund sem að þessu sinni fram á Sel-Hótel á Mývatnssveit. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Það má með sanni segja að um langþráðan fund sé að ræða, en sökum samkomutakmarkana hefur SGS þurft að fresta fundinum í tvígang, en hann átti upphaflega að fara fram fyrir um ári síðan.
Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir. Þar má nefna umræður um styttingu vinnutímans, kynningu frá Vörðu um stöðu félagsmanna SGS og erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga og ríkissáttasemjara. Þá verða ársreikningar og önnur rekstrarmál SGS til umfjöllunar á fundinum.
Til viðbótar má geta þess að Framsýn mun bjóða upp á kynningu á mannlífinu og atvinnulífinu í Mývatnssveit með ferð um sveitina síðar í dag, fimmtudag. Nánar um það síðar hér á heimasíðunni.