Framsýn við eldgosið í Geldingadölum

Sá mikli höfðingi, Gísli Sigurðsson, sem starfaði og bjó á Húsavík um tíma lagði leið sína að gosstöðvunum á Reykjanesinu á dögunum. Gísli var verslunarstjóri hjá Samkaup hf. þegar hann starfaði hér norðan heiða. Að sjálfsögðu tók hann Framsýnar húfu með sér enda bestu og hlýjustu húfur sem sögur fara af og rúmlega það.