Þeir fiska sem róa

Það hefur víða aflast vel undanfarið. Einn af þeim togbátum sem hefur fiskað vel er Pálína Þórunn GK 49 sem er í eigu Nesfisks og gerður út frá Sandgerði. Pálína Þórunn hefur verið á veiðum á grunnslóð uppá síðkastið og fiskað vel og flestir túrar endað með fullfermi eftir stutta útiveru. Trúnaðarmaður um borð er Aðalsteinn Pálsson sem sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af lífinu um borð. Hann sagði í nægu að snúast um borð enda fiskiríið afar gott.