Líf á ný við höfnina

PCC á Bakka mun hefja framleiðslu á ný í næsta mánuði. Síðustu vikurnar hefur fyrirtækið unnið að því að ráða starfsmenn sem eru afar gleðilegar fréttir enda mikið atvinnuleysi til staðar á Íslandi um þessar mundir. Starfsemi PCC  fylgir mikil umsvif á svæðinu, ekki síst hjá þjónustufyrirtækjum og undirverktökum og þá fylgir starfseminni jafnframt töluverðir flutningar í gegnum höfnina. Í morgun máti sjá skip í Húsavíkurhöfn sem var að koma með aðföng til PCC. Annað skip beið á Skjálfanda eftir því að komast að bryggju. Það er því óhætt að segja að aukið líf sé að færast yfir samfélagið við Skjálfanda sem er hið besta mál í alla staði. Síðan væri óskandi að ferðaþjónustan næði sér á strik í sumar og Covid léti sig hverfa.

Það skiptir verulega miklu máli fyrir Húsavíkursvæðið og nærliggjandi sveitir og byggðarlög að PCC hefji starfsemi á ný eftir páska.