Bifreið stéttarfélaganna endurnýjuð

Stéttarfélgin hafa skipt um bifreið með kaupum á Toyota Rav4 árgerð 2015. Líkt og með fyrri bifreið verður hún notuð við vinnustaðaeftirlit og önnur störf á vegum stéttarfélaga á hverjum tíma. Félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er um 18% af landinu og því þurfa starfsmenn félaganna oft að ferðast um langan veg til að sinna félagsmönnum.