Stéttarfélögin hafa undanfarið unnið að því að endurskoða vaxtakjör á fjármunum félaganna hjá þeim fjármálastofnunum sem stéttarfélögin hafa verið í viðskiptum við, það er hjá Íslandsbanka og Sparisjóði Suður Þingeyinga. Á dögunum var undirritaður samningur við Íslandsbanka um áframhaldandi viðskipti og þá eru viðræður við Sparisjóðinn komnar langt á veg. Ekki er ólíklegt að aðilar skrifi undir samning í næstu viku en viðræður hafa gengið vel og eru á lokastigi. Margrétt Hólm Valsdóttir útibústjóri Íslandsbanka á Húsavík er hér með fjármálastjóra stéttarfélaganna Elísabetu og Aðalsteini Árna formanni Framsýnar og forstöðumanni stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna eftir undirskrift samningsins í gær.
Viðræður við stjórnendur Sparisjóðs Suður Þingeyinga hafa farið fram í gegnum teams sem hafa gengið vel.