Frábær námskeið í boði fyrir atvinnuleitendur

NTV skólinn í samstarfi við Vinnumálstofnun býður einstaklingum í atvinnuleit uppá sérstakt námskeið í „Sölu-, markaðs- og rekstrarmálum“ sem byrja nú í vikulok og standa yfir fram í byrjun júnímánaðar.

Námskeiðin eru tvö aðskilin námskeið þar sem annað er á íslensku og hitt er kennt á ensku.

Námskeiðin verða keyrð sem staðarnám og fjarnám.

Námskeiðin byggja á námsbrautinni „Sölu-, markaðs- og rekstrarnám“ sem NTV skólinn hefur boðið í mörg ár.

VMST niðurgreiðir námskeiðin þannig að hlutur þátttakenda er 28.000,- kr. Þátttakendur eiga möguleika á að sækja sinn hluta í starfsmenntasjóði.

VMST þarf að samþykkja hvern og einn umsækjanda inn á námskeiðin.

Rétt er að hvetja félagsmenn Framsýnar sem eru á atvinnuleysiskrá að kynna sér þessi ágætu námskeið – örfá sæti laus. Sjá frekar inn á www.ntv.is