Páskaúthlutun íbúða/orlofshúsa

Þá er komið að því, páskarnir framundan með tilheyrandi gleði og hamingju. Þeir sem ætla að sækja um dvöl í íbúðum og orlofshúsum stéttarfélaganna, Framsýnar-Þingiðnar-STH um páskana eru beðnir um að sækja um fyrir 22. febrúar nk.. Um er að ræða íbúðir stéttarfélaganna í Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri auk orlofshúss Framsýnar á Illugastöðum. Tímabilið sem um ræðir er frá 30. mars til 6. apríl. Umsóknirnar verða teknar fyrir 22. febrúar og félagsönnum úthlutað íbúðum/orlofshúsum í kjölfarið.