Í síðustu kjarasamningum við sveitarfélögin og fleiri sjálfseignastofnanir var samið um Félagsmannsjóð sem launagreiðandi greiðir í með 1,24% framlagi. Þetta er jöfnunarsjóður sem greiðir hámarksfjárhæð sem er kr. 80.000 til einstaklinga sem ná þeirri upphæð og síðan hlutfallslega upp að þeirri upphæð, miðað við heildartekjur á árinu 2020. Allir sem voru félagsmann um lengri eða styttri tíma á árinu 2020 eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur fengið nafnið Katla félagsmannasjóður og er búið er að opna fyrir umsóknir en sjóðurinn er í umsjón allra þeirra stéttarfélaga innan BSRB og félagsmanna þeirra sem aðild eiga að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga og eru sjóðsfélagar 10.500 alls.
Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar. Greitt verður úr sjóðnum í apríl, nánari upplýsingar á katla.bsrb.is
Sækja um hér: minarsidurkatla.bsrb.is og þar er að finna upplýsingar um starfsemi sjóðsins.
Beðist er velvirðingar á því hversu mikið þetta hefur dregist en samkvæmt reglum átti að greiða út úr sjóðnum þann 1. febrúar sl. Von okkar er að hægt verði að greiða fyrr út úr sjóðnum en það á eftir að koma í ljós.