Þann 1. janúar 2021 hækkuðu laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn. Það sama á við um félagsmenn Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:
1. janúar 2021 hækkuðu kauptaxtar hjá verslunarmönnum og almennu starfsfólki á vinnumarkaði um kr. 24.000 á mánuði m.v. fullt starf. Frá sama tíma tekur ný launatafla gildi hjá iðnaðarmönnum. Almenn hækkun (laun þeirra sem eru með umsamin laun umfram lágmarktaxta) hækkuðu um kr. 15.750 á mánuði.
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.
Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf er nú 351.000 krónur á mánuði.
Almenni kjarasamningurinn og starfsfólk í ferðaþjónustu:
https://www.sgs.is/media/1852/taxtar_sa_1-jan-31-des-2021.pdf
Starfsfólk sveitarfélaga:
1. janúar 2021 hækkuðu kauptaxtar hjá sveitarfélögunum um kr. 24.000.
Starfsfólk sveitarfélaga:
https://www.sgs.is/media/1850/taxtar_sveitarfelog_1-jan-31-des-2021.pdf
Starfsfólk ríkisins:
Ný launatafla tók gildi hjá ríkinu 1. janúar 2021 sem byggir á álags- og launaflokkum í stað bara launaflokka. Unnið er að því að endurnýja stofnanasamninga við stofnanir ríkisins og varpa starfsmönnum inn í nýja töflu.
Starfsfólk ríkisstofnana:
https://www.sgs.is/media/1851/taxtar_riki_1-jan-31-des-2021.pdf
Starfsmenn PCC:
Starfsmenn PCC, það er almennir starfsmenn, skrifstofufólk og iðnaðarmenn fá sambærilegar launahækkanir og starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum og aðrir iðnarmenn innan Samiðnar sem Þingiðn á aðild að.
Aðrir hópar:
Hjá þeim hópum félagsmanna sem ósamið er fyrir koma launahækkanir ekki til framkvæmda, það á sérstaklega við um sjómenn.