Gunnar leit við hjá formanni Framsýnar

Gunn­ar Gísla­son fram­kvæmd­ar­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins GPG Seafood á Húsa­vík, heilsaði upp á formann Framsýnar fyrir jólahátíðina. Hann tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1. sept­em­ber af Páli Kristjánssyni.

Gunn­ar starfaði áður á fjár­mála­markaði við fjár­mögn­un sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja bæði á Íslandi og er­lend­is. Þá hef­ur hann einnig starfað fyr­ir Sam­skip í Bremen og Sölu­miðstöð hraðfrystihús­anna, einnig þekkt sem Icelandic Group, við sölu sjáv­ar­af­urða.

Gunn­ar er með MBA gráðu frá Há­skóla Reykja­vík­ur, BSc í út­flutn­ings­markaðsfræði frá Tækni­skóla Íslands og er lög­gilt­ur verðbréfamiðlari.

GPG Sea­food hef­ur höfuðstöðvar á Húsa­vík en jafn­framt starf­semi á Raufar­höfn og Bakkafirði. Fé­lagið ger­ir út fjóra báta og eru áhersl­un­ar í fram­leiðslunni salt­fisk­vinnsla, fiskþurrk­un, hrogna­vinnsla og fryst­ing upp­sjáv­ar­fisks. Fé­lagið er í eigu Gunn­laugs Karls Hreins­son­ar sem jafn­framt er stjórn­ar­formaður fé­lags­ins.

GPG Seafood/GPG-Fiskverkun er með öflugri fyrirtækjum á félagssvæði Framsýnar. Eins og áður hefur komið fram hefur fyrirtækið nýlega fjárfest í tveimur nýjum og öflugum fiskiskipum sem eru væntanleg norður til Húsavíkur/Raufarhafnar á nýju ári. Gunnar lagði áherslu á að fyrirtækið vildi eiga gott samstarf við Framsýn auk þess sem hann fór yfir helstu áherslur fyrirtækisins í rekstri og starfsmannamálum. Þess má geta að Framsýn hefur í gegnum tíðina átt gott samstarf við stjórnendur GPG á hverjum tíma.