Þingi SSÍ frestað vegna Covid

Í ljósi óvissu vegna Covid-19 faraldursins  samþykkti Sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands í morgun að fresta fyrirhuguðu þingi, sem halda átti dagana 26. og 27. nóvember, um óákveðinn tíma.

Framkvæmdastjórn sambandsins fær heimild til að boða til þings með að lágmarki eins mánaðar fyrirvara um leið og hún telur óhætt að halda þingið. Samkvæmt framansögðu er 32. þingi Sjómannasambands Íslands sem halda átti dagana 26. og 27. nóvember næstkomandi hér með frestað um óákveðinn tíma segir í tilkynningu frá sambandinu sem var að berast Framsýn. Til stóð að tveir fulltrúar frá Sjómannadeild Framsýnar færu á þingið sem nú hefur verið frestað um óákveðinn tíma.