Hætt við trúnaðarmannanámskeið í næstu viku

Því miður verða stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur að hætta við tveggja daga námskeið sem vera átti í næstu viku fyrir trúnaðarmenn. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er tengist Covid er ekki talið ráðlegt að halda námskeiðið. Stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina lagt mikið upp úr öflugu trúnaðarmannastarfi innan félagsins, liður í því hefur verið að bjóða trúnaðarmönnum upp á námskeið á hverju ári. Enn við verðum að bíða með að halda námskeið fyrir okkar mikilvægu trúnaðarmenn, því miður. Vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í haga og allir geti faðmast á ný við öruggar aðstæður.