Velferðasjóður Þingeyinga vill þakka fyrir styrki og velvild í garð sjóðsins, styrki frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum, sem hafa haldið sjóðnum gangandi.
Við viljum minna á okkur á þessum skrýtnu tímum. Við söfnum venjulega umsóknum í sjóðinn saman fram til tuttugasta hvers mánaðar og úthlutum eftir það.
En núna í ár, verðum við snemma með Jólaúthlutun. Við ætlum að safna til 15 nóv umsóknum og úthluta í fyrstu vikunni í Desember 2020.
Hægt er að sækja um á rkihusavik@simnet.is Einnig hjá Sólveig Höllu sóknarpresti sera.halla@gmail.com , Jóni Ármanni presti skinnast@gmail.com , og Jarþrúði presti jarthrudur.arnadottir@kirkjan.is á Þórshöfn, og Örnólfi presti ornolfurjol@gmail.com í Mývatnssveit.
Allur stuðningur við sjóðinn hjálpar, stór sem smár.
Allt fé sem inn kemur rennur til að aðstoða nauðstadda hér á okkar svæði.
Bankareikningur Velferðarsjóðsins er 1110-05-402610. Kennitala er 600410-0670
Bestu haustkveðjur og fyrirfram þakklæti fyrir stuðninginn og velvild við sjóðinn.
Stjórn Velferðarsjóðs Þingeyinga