Búið er að opna fyrir umsóknar um dvöl í orlofsíbúðum stéttarfélaganna, Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur um jól og áramót. Um er að ræða íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Umsóknarfresturinn er til 30. október nk. Öllum fyrirspurnum verður svarað fyrir 10. nóvember. Umsóknir sendist á netfangið linda@framsyn.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við okkur í síma 464-6600.
Stéttarfélögin