Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu milli viðmiðunartímabila sem ákvarðar skiptaverð til sjómanna þá hækkar skiptaverðið í október sem hér segir:
Þegar afli er seldur til skyldra aðila innanlands verður skiptaverðið í október 72,5% af heildar aflaverðmætinu (ath. þó ágreining við SFS um þetta, en málið verður útkljáð í Félagsdómi á næstunni).
Þegar afli er seldur óskyldum aðila innanlands verður skiptaverðið í október 72% af heildar aflaverðmætinu.
Þegar frystiskip selur afla með FOB söluskilmálum verður skiptaverðmætið í október 73% af verðmætinu en 67,5% ef selt er með CIF söluskilmálum.
Þegar rækja er fryst um borð verður skiptaverðmætið í október 70% af FOB verðmætinu og 64,5% af CIF verðmætinu.
Þegar afli er fluttur út í gámum er skiptaverðið 72% af verðmætinu að frádregnum flutnings- og sölukostnaði.
Olíuverð hefur ekki áhrif á skiptaverð þegar siglt er með aflann til sölu í erlendri höfn. Skiptaverðið er 70% af söluverðmætinu þegar uppsjávarfiski er landað erlendis og 66% af söluverðmætinu þegar botnfiski er landað í erlendri höfn.
Að öðru leyti er vísað á heimasíðu SSÍ (www.ssi.is) um skiptaverðið.